Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað frá kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, vegna síðustu sveitastjórnarkosninga. Vigdís kærði kosningarnar eftir að Persónuvernd hafði komist að þeirri niðurstöðu að borgin hefði brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna. Vigdís ætlar að kæra ákvörðun sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins.
Í ákvörðun sýslumanns kemur fram að ekki sé að finna ákvæði í kosningalögum til þess að kæra einstaka ákvarðanir eða ráðstafanir sem gerðar séu í aðdraganda eða við framkvæmd kosninga.
Sýslumaður bendir á að kærufrestur sé löngu liðinn og að ekki sé heimild til að framlengja kærufrestinn. Vigdís benti á það í kæru sinni að henni væru kunnugt um kærufrestinn en að ný staða væri komin upp vegna úrskurðar Persónuverndar. Sýslumaður telur sig ekki geta tekið það til greina en kæran heldur nú áfram til dómsmálaráðuneytisins sem að mun úrskurða í málinu.
Vigdís greindi frá ákvörðun sýslumannsins á Facebooksíðu í morgun: ,,Kl. 16:58 í gærdag barst mér ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um frávísun. Í erindinu er bent á að ákvörðunin er kæranleg til dómsmálaráðuneytisins samkv. stjórnsýslulögum Ég hef þegar ákveðið að kæra ákvörðunina því ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands áður en frekari ákvarðanir eru teknar – því megið þið treysta“ Sagði Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís greindi frá ákvörðun sýslumannsins á Facebooksíðu í morgun: ,,Kl. 16:58 í gærdag barst mér ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um frávísun. Í erindinu er bent á að ákvörðunin er kæranleg til dómsmálaráðuneytisins samkv. stjórnsýslulögum Ég hef þegar ákveðið að kæra ákvörðunina því ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands áður en frekari ákvarðanir eru teknar – því megið þið treysta“ Sagði Vigdís Hauksdóttir.
Umræða