Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu yfirbugaði mann sem vopnaður var hnífi á hóteli í miðborg Reykjavíkur í kvöld. Að sögn lögreglu hafði hann í hótunum við fólk og hafði lögregla mikinn viðbúnað og var sérsveit lögreglustjóra meðal annars kölluð til. Maðurinn var yfirbugaður og vistaður í fangageymslur lögreglunnar. Þar mun hann dúsa í nótt þar til hann verður yfirheyrður á morgun. Ekki er hægt að yfirheyra manninn vegna vímuástands hans.
Lögreglan stóð í umfangsmiklum aðgerðum í miðbænum í kvöld á Radison Blu 1919-hóteli við Pósthússtræti í Reykjavík. Sérsveit lögreglu hafi svo ráðist inn á veitingahúsið Dubliners í Naustinni og rekið gesti staðarins út. Lögregla staðfesti að maður með hníf hafi verið yfirbugaður í miðbænum. Þegar spurt var um aðgerðir sérsveitarinnar á veitingahúsinu segir lögregla að vel megi vera að maðurinn hafi hlaupið þangað eftir að hafa ógnað fólki á hótelinu.
Lögreglan sendi svo eftirfarandi tilkynningu um málið: ,,Upp úr kl.19:30 var lögregla kölluð til að fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur en þar hafði karlmaður verð með ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum nú þegar. Lögregla hóf leit í fyrirtækinu enda um mjög stórt húsnæði að ræða sem krafðist mikils mannafla frá lögreglu meðan mannsins var leitað innandyra. Maðurinn var síðan handtekinn í grennd við fyrirtækið nánar tiltekið á veitingastað ekki langt frá en hann reyndi að flýja undan lögreglu.
Á manninum fundust munir sem hann hafði stolið úr viðkomandi fyrirtæki. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu og gistir nú fangageymslur þar til unnt verður að ræða við hann vegna málsins sökum vímuástands. Engin vopn fundust á manninum.“
Lögreglan sendi svo eftirfarandi tilkynningu um málið: ,,Upp úr kl.19:30 var lögregla kölluð til að fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur en þar hafði karlmaður verð með ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum nú þegar. Lögregla hóf leit í fyrirtækinu enda um mjög stórt húsnæði að ræða sem krafðist mikils mannafla frá lögreglu meðan mannsins var leitað innandyra. Maðurinn var síðan handtekinn í grennd við fyrirtækið nánar tiltekið á veitingastað ekki langt frá en hann reyndi að flýja undan lögreglu.
Á manninum fundust munir sem hann hafði stolið úr viðkomandi fyrirtæki. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu og gistir nú fangageymslur þar til unnt verður að ræða við hann vegna málsins sökum vímuástands. Engin vopn fundust á manninum.“
Umræða