• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Þriðjudagur, 1. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Matvælastofnun: Áminning vegna afrískrar svínapestar

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
5. mars 2019
in Fréttir, Innlent
A A
0


Matvælastofnun vill minna á að enn hefur ekki tekist að hefta útbreiðslu afrískrar svínapestar í Evrópu, Asíu og Afríku. Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin hvetur ferðafólk, bændur, veiðimenn, tollverði o.fl. til að gæta árvekni og smitvarna. Afrísk svínapest er bráðsmitandi drepsótt í svínum, sem getur m.a. borist með sýktum svínum og sæði, hráu kjöti af sýktum dýrum, farartækjum, búnaði, fatnaði o.fl.
Veiran sem veldur sjúkdómnum er ekki hættuleg fyrir fólk eða önnur dýr en veldur svínum þjáningum og tjón svínabænda þar sem sjúkdómurinn kemur upp er gífurlegt.
Miklar varúðarráðstafanir eru viðhafðar í Evrópu til að hefta útbreiðsluna og þar hefur ástandið verið nokkuð stöðugt. Þó var tilkynnt um ný og viðvarandi tilfelli í átta löndum í Evrópu (Belgíu, Ungverjalandi, Búlgaríu, Lettlandi, Moldavíu, Póllandi, Rúmeníu og Úkraínu) frá 1.-14. febrúar. Á sama tímabili bárust tilkynningar um sjúkdóminn frá tveimur stöðum í Asíu (Kína og Mongólíu) og einum í Afríku (Zimbabwe). Sjá hér: African Swine Fever (ASF) – Report N° 10: February 1 – 14, 2019
Alþjóða dýraheilbrigðisstofnunin hefur hafið auglýsingaherferð til að upplýsa fólk um smitleiðir og áminna það um að gæta smitvarna. Skilboðin eru eftirfarandi:

  • Ferðafólki er bent á að flytja ekki með sér lifandi svín né svínaafurðir og heimsækja ekki svínabú að nauðsynjalausu.
  • Bændur eru hvattir til að viðhafa ýtrustu smitvarnir, sem fela í sér þrjá megin þætti: Aðskilnað, þrif og sótthreinsun. Þeir þurfa að halda aðskilnaði milli þess sem er utandyra og innanhúss, gæta þess að smit berist ekki í fóður og vatn, hafa stranga stjórn á aðgangi og umgangi gesta og starfsfólks á búinu og halda svínum sem koma ný inn á búið aðskildum frá þeim sem fyrir eru. Allt sem fer inn á búið og út af því skal þrifið þannig að öll sjáanleg óhreinindi séu fjarlægð og síðan sótthreinsað. Jafnframt eru bændur minntir á að fóðra ekki svínin með matarúrgangi.
  • Veiðimenn sem eru reglulega í snertingu við svín ættu ekki að stunda veiðar á villtum svínum. En tilmæli til þeirra sem fara á veiðar eru m.a. að þrífa og sótthreinsa tæki á staðnum, fara ekki á svínabú að nauðsynjalausu og deila ekki matvælum sem framleidd eru úr kjöti af veiddum dýrum með öðrum né fóðra dýr með þeim.
  • Tollverðir eru beðnir um að kynna sér í hvaða löndum afríska svínapestin er til staðar hverju sinni og að vera sérstaklega vel á verði fyrir því hvort fólk komi með matvæli frá þessum löndum. Öllum vörum sem geta innihaldið smitefnið skal fargað á viðeigandi hátt.

Hver sem verður var við einkenni í dýrum sem geta bent til alvarlegra smitandi sjúkdóma, þar á meðal afrískrar svínapestar, skulu án tafar hafa samband við dýralækni eða Matvælastofnun.
Myndband þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi afríska svínapest má finna hér.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Salmonella staðfest

    Salmonella staðfest

    32 deilingar
    Share 13 Tweet 8
  • Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði

    16 deilingar
    Share 6 Tweet 4
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    24 deilingar
    Share 10 Tweet 6
  • Ungar konur réðust á gamla konu og stungu hana og lömdu

    86 deilingar
    Share 34 Tweet 22
  • Strandveiðisjómaður lést

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?