Banaslys varð í hesthúsahverfi Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði í gær þegar maður á sextugsaldri slasaðist alvarlega við útreiðar.
Hesturinn sem maðurinn var á fældist og rauk af stað, við það kastaðist maðurinn af baki og hafnaði á staur. Maðurinn lést af áverkum sínum.
Vísir greindi fyrst frá.
Umræða