TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var tvisvar sinnum kölluð út í gær vegna vélsleðaslysa. Á fimmta tímanum var óskað eftir aðstoð þyrlunnar þegar vélsleðamaður slasaðist í Flateyjardal.
Þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 16:40 og flutti hinn slasaða á Sjúkrahúsið á Akureyri en þar lenti þyrlan laust eftir klukkan 18 í kvöld.
Fyrr um daginn var annar vélsleðamaður fluttur með þyrlunni til Reykjavíkur en sá slasaðist eftir fall í hlíðum Heklu. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir tvö með hinn slasaða en þaðan var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann.
Umræða