Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins, að því er RÚV greinir frá.
Atli Heimir fæddist í Reykjavík 21. september árið 1938.
Sif Sigurðardóttir eiginkona Atla lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur f. 1969 og Auðunn f. 1971. Barnabörnin eru sjö.
Hann samdi fjölda sönglaga og kórverka á löngum og glæsilegum ferli sínum, m.a. fyrir Hamrahlíðarkórinn og tónverk hans við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Halldórs Laxness eru þjóðþekkt. Árið 1976 hlaut Atli Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga
Umræða