Tilkynnt var um slys í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan átta í gærkvöld, maður datt af hesti. Maðurinn kenndi eymsla í baki og var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur, “Stjórnað eða reynt að stjórna hjóli eða hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi lyfja“. En maðurinn er grunaður um að hafa reynt að stjórna hestinum undir áhrifum áfengis.
Um klukkan níu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð á Suðurlandsbraut. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um sölu eða dreifingu fíkniefna og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Umræða