Verkefnisstjórnin var skipuð á grundvelli tillögu heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um að stefna að því að bjóða COVID-19 próf við komuna til landsins í stað þess að framvísa vottorði sem sóttvarnalæknir metur gilt eða sæta 14 daga sóttkví. Tillagan var kynnt ríkisstjórn 12. maí sl. Þessi kostur ætti að standa til boða eigi síðar en 15. júní og miðað við endurmat á verkefninu að tveimur vikum liðnum.Eins og fram kemur í skipunarbréfi hópsins var verkefni hans skýrt afmarkað og ákveðnar forsendur lagðar til grundvallar, til að mynda varðandi afkastagetu veirufræðideildar vegna sýnatöku og greiningar, greiningartíma, kostnað o.fl.
Hildur Helgadóttir sem leiddi vinnu verkefnisstjórnarinnar kynnti niðurstöðurnar fyrir heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra á fundi í gær ásamt öðrum fulltrúum verkefnisstjórnarinnar. Fundinn sat einnig sóttvarnalæknir. Eins og fram kemur í niðurstöðukafla meðfylgjandi skýrslu eru ýmis mál sem þarf að leysa og verkefni sem þarf að hrinda í framkvæmd til að hefja skimun á landamærum í samræmi við áætlun stjórnvalda. Verkefnið er engu að síður framkvæmanlegt að mati verkefnisstjórnarinnar eins og áður getur.Ákvörðun um afléttingu ferðatakmarkana liggur ekki fyrir og verður ekki tekin fyrr en tillögur sóttvarnalæknis til ráðherra þar að lútandi liggja fyrir.
Heilbrigðisráðuneytið óskaði eftir áhættumati Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri vegna fyrirhugaðra tilslakana á ferðatakmörkunum og eru þau gögn meðfylgjandi:
Umræða
