,,Hvert mannsbarn getur séð hversu vitlaust það væri að fyrir Boeing að taka Icelandair út fyrir sviga og bæta þeim sérstaklega upp tjónið og skilja bestu viðskiptavini sína eftir með sárt ennið“
Þegar nýju Boeing 737 MAX vélarnar byrjuðu að hrapa niður úr háloftunum í október 2018 og mars 2019 var þeim stuttu seinna bannað að fljúga af bandarískum flugmálayfirvöldum og svo er enn. Finna varð út hvað olli flugslysunum tveimur en 346 manns misstu lífið. Reynt var að klína sökinni á flugmennina og flugfélögin en það tókst ekki en bæði framleiðslan og hönnunin reyndust gölluð. Æðstu menn Boeing fyrirtækisins voru látnir taka pokann sinn og Boeing stoppaði framleiðsluna á vélunum og hætti sölu þeirra.
Það eru fáar flugvélar sem hafa fengið svo slæma útreið og umfjöllun eins og Maxinn og furðulegt að flugfélög séu fáanleg að selja flug með þessum vélum og hefur vélin td. verið uppnefnd „fljúgandi líkkistan“ í erlendum fjölmiðlum. Eitt flugfélag er þó sér á báti í þessu eins og mörgu öðru og er það Icelandair en þeir vilja notast áfram við Maxinn. Ekkert annað millilandaflugfélag í heiminum setur öll sín egg í sömu körfuna, eins og Icelandair gerir og veðjar á eina vél. Þeir bjuggust að sjálfsögðu ekki við því sem gerðist, en það er ekki nóg að búast við einhverju frekar en öðru í flugrekstri, menn verða að vita hvað þeir eru að gera.
Hluthöfum Icelandair hefur verið haldið á hliðarlínunni og þeim sagt að Boeing ætli að borga skaðabætur. Reyndar fékk félagið eina milljón dollara afslátt á hverja vél sem átti eftir að afhenda og sögðu stjórnendur Icelandair að þetta væri fyrsta greiðsla inn á fjárhagsskaðann sem fyrirtækið varð fyrir. Vitað er að Boeing ætlar ekki að borga einn dollar í viðbót í skaðabætur nema að þeir verði skikkaðir til þess af dómstólum vestra. Samt sem áður létu stjórnendur Icelandair í það skína að þetta væri allt að koma, tjónið yrði bætt.
Hvert mannsbarn getur séð hversu vitlaust það væri að fyrir Boeing að taka Icelandair út fyrir sviga og bæta þeim sérstaklega upp tjónið og skilja bestu viðskiptavini sína eftir með sárt ennið án bóta en hundruðir af Möxum hafa verið seldar og eru í pöntun hjá stærstu flugfélögum heims.
Ekki er ólíklegt og veit bréfritari til þess að stærstu hluthafar og lánadrottnar Icelandair eru að íhuga málaferli gegn stjórn og stjórnendum Icelandair fyrir þau svör sem hafa verið gefin opinberlega í fjölmiðlum á Íslandi um „skaðabæturnar“ frá Boeing. Stjórnendur Icelandair hafa greinilega málað sig út í horn. Það er ljóst að það er ekki Flugfreyjufélagi Íslands að kenna að Icelandair er á hausnum en það má reyna, síðasti vitleysingurinn er víst ekki fæddur.
https://gamli.frettatiminn.is/nordmenn-saka-boeing-um-svik-i-1830-milljarda-vidskiptum/