Gísli Rúnar Jónsson, leikari, leikstjóri, handritshöfundur og þúsundþjalasmiður, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en þar segir að Gísli Rúnar sem var 67 ára gamall, hafi látist á heimili sínu í gær.
„Fjölskyldan syrgir kærleiksríkan og einstakan fjölskylduföður og þjóðardýrgrip,“ segir í tilkynningunni. Gísli hefur verið tíður gestur í stofum og sjónvarpsherbergjum landsmanna um árabil. Hann lék meðal annars í kvikmyndinni Stella í orlofi og skrifaði og leikstýrði Heilsubælinu og þáttunum Fastir liðir eins og venjulega. Þá má ekki gleyma Kaffibrúsakörlunum, þar sem Gísli og Júlíus Brjánsson slógu í gegn.
Umræða