Um klukkan hálf ellefu í morgun barst lögreglu tilkynning um bein í fjöru við Vopnafjörð. Talið var að um mannabein væri að ræða. Lögregla hefur síðan verið að störfum á vettvangi við vettvangsrannsókn.
Staðfest hefur verið að um líkamsleifar er að ræða og talið að þær hafi legið í sjó í nokkurn tíma. Þær munu nú sendar til frekari rannsóknar þar sem kennslanefnd Ríkislögreglustjóra freistar þess að staðfesta kennsl þeirra.
Ekki leikur grunur á að líkfundur þessi tengist saknæmu atviki.
Umræða