Nokkuð rólegt var framan af degi en á tímabilinu frá klukkan 11-17 voru skráð 46 mál hjá lögreglu. Flest voru þetta mál sem hægt var að leysa á vettvangi með aðstoð lögreglu. Ein líkamsárás var tilkynnt um klukkan 15:30 í miðbæ Reykjavíkur og var einn maður handtekinn vegna málsins. Meiðsli voru minniháttar en gerandinn verður að öllum líkindum yfirheyrður á morgun.
Rétt fyrir 16:00 var svo tilkynnt um mann vopnaðan með hníf sem var að ógna vegfaranda við Ásvallagötu. Maðurinn hljóp í burtu og fannst ekki þrátt fyrir mjög viðamikla leit lögreglu þar sem m.a. var notast við flygildi (dróna) og sporhund.
Umræða