Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað norska bankann DNB um jafnvirði um það bil sex milljarða króna, fyrir slælega framfylgd laga um eftirlit með peningaþvætti, meðal annars í tengslum við viðskipti fyrirtækja í eigu Samherja við bankann. Þetta kemur fram í frétt rúv.is um málið.
Þar segir jafnframt ,,Framhaldsrannsókn í fyrravor, þar sem farið var ofan í saumana á viðskiptum fyrirtækja innan Samherjasamsteypunnar hafi einnig leitt alvarlegar brotalamir í ljós. DNB segir í yfirlýsingu að hann taki þessa gagnrýni alvarlega en tekur fram að bankinn sjálfur sé ekki grunaður um peningaþvætti eða hlutdeild í peningaþvætti.“
„Við verðum að þekkja okkar viðskiptavini og höfum innleitt það í okkar kerfum að allt sem þykir grunsamlegt er tilkynnt til efnahagsbrotadeildarinnar,“ segir Kjerstin Braathen, forstjóri DNB-bankans. En frétt rúv.is er hægt að lesa í heild sinni hér.
Umræða