Greint var frá því í gær að Ingólfur Þórarinsson, muni leita réttar síns með aðstoð Vilhjálms Vilhjálmssonar lögmanns í kjölfar ásakana í hans garð um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni.
Fram kom að kröfubréf þar sem krafist yrði bóta vegna meiðyrða og fjártjóns, hefðu verið send út til fimm einstaklinga sem hefðu tjáð sig opinberlega um málefni Ingó veðurguðs, þar sem hann hefur sagt að hann sé borinn þungum, röngum sökum. Fram kom í yfirlýsingunni að á meðal þeirra sem kröfurnar beindust að, væru blaðamenn og áhrifavaldur.
Á vef Vísis kemur fram að miðillinn hafi heimildir fyrir því að einstaklingarnir fimm séu:
Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður DV, Edda Falak, áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, ein af forsvarsmönnum hópsins Öfga, og Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður Fréttablaðsins