Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi hafa séð til þess að bandaríski sjó- og landsherinn sem staðsettur er í Evrópu verði sendur austar í álfuna til ríkja bandamanna Bandaríkjanna í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Bandarískt herlið muni ekki „berjast í Úkraínu“, heldur verja ríki Atlantshafsbandalagsins.
Biden tilkynnti einnig að aukið herlið verði sent til Þýskalands. Þá fór Biden ófögrum orðum um Pútin og sagði hann ekki hugsa í takt við það sem er að gerast í raunheimum og að hann væri ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. „Þetta mun veikja stöðu lands hans. Hann mun þurfa að taka afar, afar erfiða ákvörðun um hvort að hann eigi að halda áfram á þessari braut, í átt að annars-flokks ríki,“ sagði Biden um Pútín.
Þá sagði Biden að hann muni ekki ræða frekar við Pútín í kjölfar innrásarinnar og að Rússlandsforseti hafi gert sig að „úrhraki“ í alþjóðasamfélaginu. „Ákvörðun Pútín um að ráðast í óréttlætanlegt stríð við Úkraínu mun gera það að verkum að Rússland verður veikara og restin af heiminum sterkari,“ sagði Biden.
https://gamli.frettatiminn.is/25/02/2022/russar-myrda-almenna-borgara-i-ukrainu-vorum-vid-myndbandi/