• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Föstudagur, 9. maí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Örorka á ekki að jafngilda fátækt

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
25. apríl 2018
in Óflokkað
A A
0

„Króna á móti krónu skerðing viðgengst ennþá hjá þeim sem eru á örorkulífeyri. Þá skerðingu ber að afnema nú þegar. Koma þarf í veg fyrir að örorka sé ávísun á fátækt.“ 

„Króna á móti krónu skerðing viðgengst ennþá hjá þeim sem eru á örorkulífeyri. Þá skerðingu ber að a…

„Króna á móti krónu skerðing viðgengst ennþá hjá þeim sem eru á örorkulífeyri. Þá skerðingu ber að afnema nú þegar. Koma þarf í veg fyrir að örorka sé ávísun á fátækt.“
Þetta segir í einni af ályktunum aðalfundar Sjálfsbjargar lsh. en Bergur Þorri Benjamínsson sem hér er á mynd fer fyrir samtökunum.

Aðalfundurinn var haldinn um síðustu helgi. Þar voru samþykktar þrjár skýrar ályktanir. Bent er á að rífa þurfi upp ferðaþjónustu fatlaðra og að sveitarfélögum sé skylt að bjóða þá þjónustu. Afnema verði krónu-á-móti-krónu skerðingar nú þegar. Þá er skorað á Alþingi að ljúka fullgildingu og innleiðingu Sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Ályktanirnar má sjá hér að neðan.

1.    Ályktun um ferðaþjónustu fatlaðra

Frá því nýtt fyrirkomulag í ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu var tekið upp hefur ríkt vantraust af hálfu farþega til ferðaþjónustu fatlaðra. Fyrir lok árs 2018 þurfa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að sýna fram á leiðir til úrbóta sem beðið hefur verið eftir við skipulag og þjónustu ferðaþjónustu fatlaðra. Afar mikilvægt er að sveitarfélögin svari fötluðu fólki og samtökum þeirra þessari spurningu sem allra fyrst
Samkvæmt áliti umboðsmanns alþingis, liggur það fyrir að öll sveitarfélög þurfa að veita sínum hreyfihömluðu íbúum ferðaþjónustu, líka í hinum dreifðari byggðum.
Landsfundur Sjálfsbjargar landssamband hreyfihamlaðra haldinn 21. apríl 2018 skorar á þau sveitarfélög sem ekki eru að veita ferðaþjónustu nú þegar, fyrir fatlað fólk að einhenda sér í veita hana, sé eftir henni óskað, enda er hún lögbundin.

2.    Ályktun um kjaramál fatlaðra

Landsfundur Sjálfsbjargar landssamband hreyfihamlaðra haldinn 21. apríl 2018 skorar á ríkisstjórn Íslands að tryggja fötluðu fólki í landinu full mannréttindi. Króna á móti krónu skerðing viðgengst ennþá hjá þeim sem eru á örorkulífeyri. Þá skerðingu ber að afnema nú þegar. Koma þarf í veg fyrir að örorka sé ávísun á fátækt.
Samtökin krefjast þess að ríkisstjórnin, sveitarfélögin og atvinnulífið tryggi framboð á hlutastörfum nú þegar eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar.
Nýtt kerfi  utanum örorkulífeyri og hugsanlegt starfsgetumat verður aldrei skiptimynt fyrir bætt kjör.
Landsfundurinn krefst þess að farið verði í þær viðræður sem boðaðar hafa verið við forsvarsmenn öryrkja, enn hafa ekki formlega farið af stað ennþá.

3.    Ályktun um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Landsfundur Sjálfsbjargar harmar að ekki eigi að fullgilda Viðauka við samninginn en hann gerir ráð fyrir kvörtunarleið til Sameinuðu þjóðanna sem er nauðsynleg hreyfihömluðu fólki.  Sú skýring stjórnvalda að viðaukinn hafi ekki verið fullgiltur vegna þess að hann inniberi valdaframsal er vafasöm, m.a. í ljósi þess að ályktun Alþingis gerði ráð fyrir að viðaukann ætti að fullgilda fyrir árslok 2017.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Brúin yfir Ölfusá verður lokuð

    Ölfusárbrú lokað

    211 deilingar
    Share 84 Tweet 53
  • Selja atvinnuleyfi á níu milljónir til útlendinga – Ólögleg sala atvinnuleyfa til Íslands

    45 deilingar
    Share 18 Tweet 11
  • Mannslát – gæsluvarðhald

    37 deilingar
    Share 15 Tweet 9
  • Bankareikningum Flokks fólksins lokað í Arion banka

    26 deilingar
    Share 10 Tweet 7
  • Kvörtuðu yfir meintum ólöglegum símhlerunum – Fengu margra ára fangelsisdóma fyrir glæpi

    6 deilingar
    Share 2 Tweet 2
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Add New Playlist

No Result
View All Result
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

Fréttatíminn © 2023

Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?