Hugleiðingar veðurfræðings
Það er útlit fyrir að vindur blási af ýmsum áttum á næstunni og snjókoma með köflum í flestum landshlutum. Kuldatíðin heldur áfram, þó dregur úr frostinu frá því sem verið hefur síðustu daga. Spá gerð: 31.12.2022 06:42. Gildir til: 01.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg eða breytileg átt 8-15 m/s og snjókoma eða él í flestum landshlutum, sums staðar talsverð ofankoma sunnanlands en úrkomulítið norðaustantil fram á kvöld. Norðvestan 10-18 m/s á vestanverðu landinu í nótt með éljum. Norðlæg átt 5-13 á morgun og él en vestlægari seinnipartinn og styttir þá upp um landið austanvert. Frost víðast hvar á bilinu 3 til 13 stig. Spá gerð: 31.12.2022 10:42. Gildir til: 02.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Sunnan 8-15 m/s og víða él, en þurrt norðaustanlands. Suðaustan 10-18 á sunnaverðu landinu seinnipartinn með snjókomu eða slyddu, en rigningu suðaustantil. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina.
Á þriðjudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10, dálítil él og frost 2 til 7 stig, en suðaustan 10-15 og rigning eða slydda austantil á landinu með hita kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt 5-13 og dálítil él um norðanvert landið en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Frost 0 til 7 stig.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt og síðar hægviðri, og yfirleitt þurrt og bjart veður. Frost 3 til 12 stig.
Á föstudag:
Suðaustanátt með snjókomu og síðar slyddu, en þurrt á norðanverðu landinu. Hlýnar heldur en áfram frost norðantil.
Spá gerð: 31.12.2022 08:46. Gildir til: 07.01.2023 12:00.