Umræðan um svokölluð smálánafyrirtæki var mjög áberandi á síðasta og þarsíðasta ári og m.a. var ráðherra málaflokksins í ,,stríði“ við slík fyrirtæki og tekið var á málinu á Alþingi. Þá voru slík fyrirtæki þyrnir í augum Neytendasamtakanna og höfðuð voru dómsmál vegna þessa. E.t.v. er þessi starfsemi komin til að vera og kannski á hún rétt á sér? En það er óhætt að segja að starfsemi smálánafyrirtækja hefur verið umdeild í samfélaginu.
Nú er smálánafyrirtæki á markaði sem er áberandi í auglýsingum og býður viðskiptavinum upp á þjónustu undir slagorðinu ,,Einfaldara en að smella fingrum“. Fréttatíminn kafaði ofan í málið og rannsakaði starfsemi smálánafyrirtækja. NúNú Lán ehf. (VSK 138269) er skráður lánveitandi hjá Neytendastofu og undir eftirliti FME.
Í umræðum um kjör fyrirtækisins eru netverjar duglegir að skiptast á skoðunum um lán sem fyrirtækið býður. Það sem vekur athygli er að fólk er ánægt með þann mikla hraða og lágt flækjustig sem smálánafyrirtæki hafa upp á að bjóða. Bankarnir séu endalaust með óþarfa vesen og séu hreinlega búnir að missa af lestinni þegar kemur að því að vera mannlegir við að aðstoða fólk á skjótan hátt, eins og þeir voru færir um á árum áður.
NúNú lán ehf kt. 7010190240 var stofnað árið 2020 að því er fram kemur á heimasíðu félagsins en virðist þó hafa vera með rekstur árið 2019 samkvæmt ársreikningi án þess að hafa verið með neinar rekstrartekjur en bókfært tap er upp á -336.940 krónur, 2019.
Rekstrartekjur fyrir árið 2020 voru 81.069.991 skv. neðangreindum rekstrarreikningi fyrir það árið en með bókfært tap á rekstrinum upp á -75.604.407 krónur.
Rekstrartekjur tóku stórt stökk árið 2021 og voru 187.222.324 krónur en niðurstaða skv. rekstrarreikningi fyrir það ár var samt sem áður rekstrartap upp á -124.609.564 krónur.
Hversu mikið þarf ég að greiða fyrir lánið? Dæmi um kostnað og kjör:
Þú getur sótt um 12.000 kr. – 24.000 kr. í nokkur skipti. Í heildina geturðu fengið 300.000 kr. lán eða eins hátt og lánaheimildin þín heimilar. – 24.000 króna lán í 22 daga á breytilegum 11,27% vöxtum, þá er vaxtakostnaður 155 krónur. Lántökugjald er 347 krónur og er því heildar endurgreiðsla 24.502 krónur. Árlegur hlutfallslegur kostnaður (ÁHK) er því 40,98%.
Skilvirkar, gagnsæjar og sveigjanlegar lausnir á skyndilánum
,,NúNú lán ehf kt. 7010190240 var stofnað árið 2020 og býður upp á neytendalán á Íslandi. Fyrirtækið er til húsa á Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík. Markmið okkar er að bjóða neytendum upp á skilvirkar, gagnsæjar og sveigjanlegar lausnir á skyndilánum. Við veitum veðlaus lán til einstaklinga 20 ára og eldri. Við bjóðum upp á lán á heimasíðu okkar og til að sækja um lán þarft þú skilríki, íslenskan bankareikning, greiðslukort, netfang og símanúmer. Umsóknarferlið er fljótlegt og mjög skilvirkt, lán eru afgreidd samdægurs inn á reikninginn þinn.“ Segir á heimasíðu félagsins.
,,Bankarnir lána bara þeim (Elítunni) sem þurfa ekki lán, til frekari fjárfestinga“
E.t.v. eru smálánafyrirtæki orðin nauðsynleg fyrir markaðinn í dag fyrir venjulegt fólk sem gat á árum áður labbað inn í sinn Sparisjóð þegar illa stóð á og fengið mannlega fyrirgreiðslu og þjónustu ? Það er jú heimsfrægt að sumir eru jafnari en aðrir þegar kemur að bankaviðskiptum og eignarhaldi á bönkum og kauprétti, á Íslandi.
Viðskiptafræðingur sem Fréttatíminn ræddi við sem lifir og hrærsit í bankakerfinu og viðskiptum, sagði þetta um viðskiptabankana: ,, Bankarnir lána bara þeim sem þurfa ekki lán, til frekari fjárfestinga, og eru alltaf með belti og axlabönd. Það eru fleiri en tvær þjóðir í landinu og þeir hafa slegið skjaldborg um Elítuna. Eina sem getur bjargað venjulegu fólki er samkeppni og Samfélagsbanki. Viðskiptabankarnir eru bara fyrir braskara en ekki fyrir venjulegt launafólk eða þá sem þurfa á tímabundinni aðstoð að halda.“
https://nunu.is/IS/spurt-og-svarad
https://gamli.frettatiminn.is/30/12/2019/landsbankinn-verdi-samfelagsbanki-almenningur-er-ordinn-langthreyttur-a-vaxtaokri-og-spillingu-i-bankakerfinu/