Helstu tíðindi LRH frá tímabilinu 17:00 – 05:00 eru þessi:
- Þremur rafmagnshlaupahjólum stolið úr starfsmannaaðstöðu í verslun í hverfi 101.
- Ökumaður staðinn að því að virða ekki stöðvunarskyldu. Hann reyndist einnig vera án gildra ökuréttinda.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum.
- Umferðaróhapp í miðborginni þar sem að tvær bifreiðar lentu saman. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar ók á brott af vettvangi. Lögregla náði tali af meintum ökumanni sem að verður kærður fyrir að vanrækja að tilkynna lögreglu um slys.
- Aðili handtekinn á fjórða tímanum, á stigagangi í fjölbýlishúsi. Aðilinn sem að býr í húsinu hafði haldið vöku fyrir öðrum íbúum alla liðlanga nóttina með öskrum, tónlistarhávaða, hurðarskellum og umgang á stigagangi, ónæði í dyrasíma og grýta til matarleifum á stigaganginum. Hann var vistaður í fangaklefa.
- Tilkynnt um slagsmál tveggja manna. Lögregla fór á vettvang og hitti á annan þeirra. Sá var fluttur á sjúkrahús með áverka eftir eggvopn.
- Tilkynnt um innbrot í fyrirtæki.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum.
Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes
- Tilkynnt um líkamsárás þar sem að þrír aðilar veittust að einum. Lögregla fór og ræddi við árásarþola.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Færður á lögreglustöð í sýnatöku.
- Bifreið ekið utan í vegrið. Engin slys á fólki en bifreiðin var tjónuð.
Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt.
- Umferðaróhapp þar sem að bifreið var ekið aftan á aðra bifreið. Talið er færð hafi spilað inn í en hálka og snjór var á vettvangi. Einn aðili var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið.
Stöð 4 Grafarvogur-Mosfellsbær-Árbær.
- Tilkynnt um innbrot í geymslu í hverfi 112.
- Tilkynnt um aðila sem að var staðinn að því stela hnífum úr verslun og fela þá innan klæða. Lögregla fór á vettvang og handtók aðilann. Hann var eftirlýstur fyrir annað afbrot fyrr um daginn. Hann gistir nú í fangageymslu.
- Tilkynnt um aðila sem að brotið hafði innanstokksmuni í íbúð og veist að öðrum á vettvangi. Lögregla fór á vettvang og handtók gerandann.
https://gamli.frettatiminn.is/21/04/2023/mannslat-fjoldi-stunguaverka-meintir-gerendur-a-taningsaldri/
Umræða