Herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í kvöldfréttum ríkisútvarpsins að eðlilega væri bilið á milli þeirra sem væru á hæstu launum og þeirra sem lægstu launin hafa, að aukast.
Með sömu prósentu- hækkunum, þá hækka hæstu launin mest og eru án takmarkana (launaþak) og lægstu launin minnst.
Þá var rifjað upp að forsetinn gaf launahækkun sína til góðgerðarmála upp á um hálfa milljón sem Kjararáð veitti ráðamönnum á einu bretti, þegar hann var nýr í embætti. Guðni Th. Jóhannesson sagðist þá ekki hafa beðið um þessa ríflegu kauphækkun og þyrfti hana alls ekki.
Kjararáð hækkaði veglega og ítrekað laun æðstu ráðamanna um árabil og var að lokum lagt niður vegna þess.
Forsetinn sagði að það væri verkefni 63 þingmanna að skoða þessi launamál, þau væru á þeirra valdi. ,,Við skulum sjá hvað setur“
Í vikunni lýsti Katrín Jakobsdóttir því yfir, þvert á álit forseta Íslands um prósentuhækkanir á ofurlaun. ,,Að þetta launakerfi væri gott eins og það væri í dag.“ Katrín deilir ekki sjónarmiði forseta Íslands um að bilið á milli ríkra og efnaminni sem og fátækra aukist við prósentuhækkun launa. Þá hefur enginn vilji verið til að fara eftir beiðni ASÍ um að 66 þúsund króna launaþak verði sett á laun æðstu ráðamanna.
,,Það sem ég tel að nægi öðrum ætti að nægja mér” – Launin hækkað um mörg hundruð prósent