Síðastliðinn sólarhringur hefur verið drjúgur hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Alls hafa verið 119 boðanir á sjúkrabíla og þar af voru 49 forgangsverkefni.
Dælubílar voru boðaðir út í fimmtán útköll, má þar helst nefna hreinsun eftir umferðarslys, vatnsleka og eldur í bifreiðum í Kópavogi. Þannig að það hefur verið í nógu að snúast síðasta sólarhringinn. Fimm bílar eru gerónýtir eftir eldsvoða við íbúðablokk við Engihjalla í Kópavogi í nótt. Nágranni kveðst hafa óttast um slökkviliðsmenn þar sem miklar sprengingar kváðu við meðan á slökkvistarfinu stóð. Íbúi var fluttur á bráðadeild með reykeitrun.
Umræða