Maðurinn sem fannst látinn í Hafnarfirði í gær var stunginn til bana. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild lögreglu, í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins. Hann tekur þó fram að niðurstöður réttarkrufningar liggi ekki fyrir.
Heimildir fréttastofu herma að hinn látni og grunaði hafi þekkst og séu báðir erlendir ríkisborgarar. Meintur gerandi var í gær úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér í gær kemur fram að hann sé í kringum fertugt og hinn látni á fimmtugsaldri. Annar maður var einnig handtekinn vegna málsins en honum var sleppt úr haldi. Þetta er þriðja manndrápsmálið á rúmum tveimur mánuðum.
Umræða