Mánaðarlaun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, hækkuðu um 612.000 krónur í fyrra og námu laun hans um 2,5 milljónum króna, í stað tæplega 1,9 milljóna á mánuði árið áður
Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Laun bæjarstjórans hækkuðu því um 32,7% milli áranna 2016 og 2017, og laun annarra bæjarfulltrúa hækkuðu einnig um 30%.
Í frétt blaðsins kemur fram, að Kópavogsbær hafi fryst laun bæjarfulltrúa tímabundið vegna umdeildrar hækkunar kjararáðs á þingfararkaupi, en laun sveitarstjórnarfólks taka víða um land mið af því. Þingfararkaupið hækkaði um 44 prósent þann 1. nóvember 2016.
Heildarlaunagreiðslur til tíu bæjarfulltrúa, að launatengdum gjöldum undanskildum, hækkuðu úr 56,6 milljónum árið 2016 í 73,9 milljónir árið 2017, hækkun meðallauna bæjarfulltrúa eru því 616.000 krónum á mánuði.
Umræða