• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Miðvikudagur, 30. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi

Öskur og læti frá tapsárum Arsenal aðdáendum

Vælubíllinn mætti á svæðið

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
29. desember 2023
in Fréttir, Innlent
A A
0

Helstu tíðindi úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00

Stöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes

  • Tilkynnt um mann sem braut rúðu í leigubifreið, aðilinn handtekinn á vettvangi. Hann fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í klefa en hann var í mjög annarlegu ástandi.
  • Tilkynnt um þjófnað úr fataverslun í miðbænum. Þrír grunaðir gerendur en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Málið er í rannsókn.
  • Tilkynnt um reyk koma frá nýbyggingu. Lögregla fór á vettvang, enginn eldur heldur gufa.
  • Tilkynnt um mann öskra í miðbænum, hann fannst ekki.
  • Tilkynnt um öskur og læti koma frá íbúð. Þarna reyndust vera Arsenal áðdáendur að horfa á Arsenal tapa, þau könnuðust ekki við nein öskur annað en það sem gengur og gerist yfir fótboltaleik. Þau lofuðu þó að lækka róminn yfir leiknum.
  • Tilkynnt um umferðarslys þar sem ökumaður missti stjórn á bifreið sinni. Minniháttar meiðsli en bifreiðin óökufær, skráningarnúmer fjarlægð af bifreiðinni.
  • Tilkynnt um þjófnað af hóteli, úlpu stolið af hótelgesti en í úlpunni voru greiðslukort sem voru notuð í verslun í miðbænum. Málið í rannsókn.
  • Ökumaður sektaður fyrir að aka án gildra ökuréttinda.
  • Tilkynnt um mann vera að afklæðast á gangstétt í íbúðarhverfi. Lögregla fór og kannaði með manninn.
  • Óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa gest út af veitingarstað.

Stöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær

  • Tilkynnt um þjófnað úr verslun þar sem gerandi var undir sakhæfisaldri, málið unnið með foreldrum og tilkynning verður send til barnaverndar.
  • Tilkynnt um ,,flugeldastríð‘‘, lögregla fór og kannaði málið. Allir farnir af vettvangi en sjá mátti tóma flugelda pakkningar á víð og dreif.
  • Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður ók á vegrið, ekkert slys á fólki.
  • Tilkynnt um mann sem var lagstur á akrein og virtist ofurölvi. Lögregla fór og kannaði með manninn.

Stöð 3 – Kópavogur og Breiðholt          

  • Tilkynnt um aðfinnsluvert aksturslag á bifreið, hún fannst ekki.
  • Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður bakkaði á aðra bifreið. Lögregla fór á vettvang og ræddi við ökumann. Ekkert sjáanlegt tjón var á bifreiðunum.
  • Tilkynnt um ungmenni reykja kannabis, lögregla fór og kannaði málið. Engan að sjá.

Stöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær

  • Tilkynnt um umferðaróhapp, þar sem ökumaður ók aftan á aðra bifreið. Önnur bifreiðin óökufær, ekkert slys á fólki.
  • Tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ökumaður ók á staur. Ökumaður fluttur á bráðamóttökuna með minniháttar meiðsl.
  • Tilkynnt um eld í bifreið, lögregla fór á vettvang ásamt slökkviliði.
  • Tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við nýbyggingu.
Umræða
Share5Tweet3
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Snjóaði hressilega sunnan- og suðvestanlands

    Hverjir eiga Ísland? – Nýríkir milljarðamæringar

    125 deilingar
    Share 50 Tweet 31
  • Þessir fengu 4200 íbúðir og einbýli Íbúðarlánasjóðs – Verð frá einni milljón

    834 deilingar
    Share 334 Tweet 209
  • Rústaði hjónabandinu, missti forræðið og reyndi sjálfsvíg

    40 deilingar
    Share 36 Tweet 2
  • Lögreglan leitar tveggja manna

    27 deilingar
    Share 11 Tweet 7
  • Verslanir sem ekki taka reiðufé sektaðar um 315 milljónir

    57 deilingar
    Share 23 Tweet 14
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?