Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðarráðherra, segir að skoða verði sem allra fyrst ástæðu fjölda banaslysa sem orðið hafa í umferðinni í byrjun ársins. Ástandið sé algjörlega óviðunandi. Sex manns hafa látist í fjórum mismundandi umferðarslysum. Jafnmargir látist í umferðinni allt árið 2019.
Að því er fram kemur í viðtali við ráðherra á vísir.is segir hann stöðuna hræðilega og er þegar farinn að skoða hvort það sé hægt að sporna gegn þessari aukningu.
„Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða einn tveir og þrír og ég á fund eftir helgina, annars vegar með Rannsóknarnefnd samgönguslysa og svo Vegagerðinni og Samgöngustofu þar sem við reynum að átta okkur á því hvort það sé eitthvað sem við getum gert. En þetta er alveg óviðunandi staða og við verðum að gera allt sem mögulegt er til að sporna gegn þessu,“ segir Sigurður í samtali við visir.is
„Hvort við séum að horfa á eitthvað sem er erfitt að útskýra en kallar kannski á einhverskonar viðbrögð. Við verðum að vara varlegra og tryggja með öllum ráðum að svona alvarleg slys gerist ekki,“ segir Sigurður Ingi.