Hugleiðingar veðurfræðings
Í morgunsárið var bjart og kalt veður víða á landinu, en í dag nálgast lægð úr suðvestri og eftir hádegi snýst í hægt vaxandi suðlæga átt og það hlýnar smám saman. Þá þykknar jafnframt upp vestantil á landinu og þar má búast við rigningu eða snjókomu seint í kvöld þegar skil lægðarinnar ganga inn á land.
Í fyrramálið verður sunnan strekkingur eða allhvass vindur og víða rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 8 stig. Á morgun dregur smám saman úr vindi og úrkomu, en undir kvöld er útlit fyrir að næsta úrkomusvæði komi inn yfir landið með rigningu eða slyddu og kólnandi veðri. Spá gerð: 25.02.2024 06:12. Gildir til: 26.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Vaxandi sunnanátt og þykknar upp vestanlands, 8-15 m/s og rigning eða snjókoma þar seint í kvöld. Hlýnandi veður.
Sunnan 10-18 í fyrramálið og rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Lægir síðdegis á morgun, en áfram vætusamt, einkum sunnantil á landinu. Hiti 2 til 8 stig.
Spá gerð: 25.02.2024 15:21. Gildir til: 27.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðan 8-15 m/s og snjókoma eða slydda, en vestlægari sunnantil á landinu og dálítil él eða skúrir. Hiti um frostmark. Hægari um kvöldið, styttir upp og kólnar.
Á miðvikudag:
Suðaustan og austan 5-13. Snjókoma eða slydda með köflum, en rigning við suðurströndina. Frost 2 til 7 stig fyrir norðan, en hiti kringum frostmark sunnantil.
Á fimmtudag:
Gengur í norðan storm, fyrst á Vestfjörðum. Snjókoma á norðanverðu landinu, slydda austanlands, en úrkomulítið suðvestantil eftir hádegi. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag:
Allhvöss eða hvöss norðanátt með snjókomu eða éljum, en þurrt um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu síðdegis, fyrst vestast á landinu. Frost 1 til 6 stig.
Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt og víða léttskýjað. Frost 1 til 10 stig, mest inn til landsins.
Spá gerð: 25.02.2024 08:57. Gildir til: 03.03.2024 12:00.