Veitingastaðurinn Nauthóll er mjög notalegur og snyrtilegur staður þar sem boðið er upp á fyrsta flokks mat á fjölbreyttum matseðli.
Fréttatíminn heimsótti veitingahúsið Nauthól sem er mjög vel staðsett veitingahús við eitt helsta útivistarsvæði borgarinnar, við Nauthólsvík. Staðsetning er einstök og umhverfið fallegt, bæði að kvöldi sem degi. Þegar inn var komið, var tekið einstaklega vel á móti okkur og það fyrsta sem vakti athygli var hversu góð og afslöppuð stemming var á staðnum. Setið var á vel búnum borðum í salnum og það var farið að rökkva úti.
Þjónustan var einstaklega góð og lipur, við höfðum sama þjóninn allt kvöldið sem var hafsjór af fróðleik um allt það sem var á mat og vínseðlinum. Þegar hann var spurður um það sem við vildum fræðast um, þá kom vel í ljós að þar var á ferð fagmaður fram í fingurgóma. Við ákváðum í kjölfarið að treysta honum algerlega fyrir að leiða okkur í gegnum val á því sem boðið var upp á og við sáum ekki eftir því þar sem leiðsögnin var fullkomin.
Enda voru forrétturinn, aðalrétturinn og eftirrétturinn alveg dásamlegir og við mælum eindregið með að fólk upplifi að fara út að borða á Nauthóli, því fagmennskan í matreiðslu, hráefni og þjónustu er fyrsta flokks.
Heimasíðan Nauthóll.is er með allar upplýsingar um alla þá rétti og þjónustu sem boðið er upp á og þar er jafnframt hægt að panta borð. Þá er hægt að skoða myndir af öllum þeim glæsilega mat sem boðið er upp á hjá veitingahúsinu á Instagram og Facebook