Maður á þrítugsaldri tók niður íslenska fánann og dró erlendan að húni – Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð
Íslenskur karlmaður um þrítugt var handtekinn á þaki Stjórnarráðsins við Lækjargötu í Reykjavík á tólfta tímanum í morgun, en hann hafði tekið þar niður íslenska fánann og dregið upp annan þjóðfána.
Maðurinn, sem var handtekinn mótþróalaust, var færður á lögreglustöð og bíður nú yfirheyrslu. Skv. lögum um íslenska þjóðfánann og virðingarleysi gagnvart honum liggja þungar sektir og jafnvel fangelsisdómur í sumum tilvikum. Skv. 12. grein laga um íslenska þjóðfánann er kveðið á um að enginn megi óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki og að brotið geti varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári.