Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag nálgast lægð úr suðaustri með vaxandi vestan- og norðvestanátt og bætir jafnframt í úrkomu um landið norðanvert, strekkingur eða allhvasst þar seint í kvöld og nótt og sums staðar talsverð rigning á þeim slóðum, einkum vestan Tröllaskaga og á annesjum.
Rignir enn talsvert fyrir norðan fram eftir morgundegi, en síðan snýst vindur smám saman til suðvestanáttar og fer þá að stytta upp. Dálítil rigning eða súld á vestanverðu landinu síðdegis, en léttir smám saman til fyrir austan og hlýnar þar.
Svo er að sjá að við taki suðlægar áttir, öllu jafna frekar hægar. Viðvarandi væta sunnan- og vestantil, en úrkomuminna í öðrum landshlutum. Hititölurnar þokkalegar, víða 10 til 18 stig, einna svalast þar sem úrkomu gætir.
Spá gerð: 21.07.2024 06:30. Gildir til: 22.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðvestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og súld eða dálítil rigning norðanlands, bjart með köflum um syðra. Vestan og norðvestan 8-15 m/s í kvöld og nótt og rigning, hvassast og úrkomumest við norðurströndina, en lengst af þurrt syðra.
Suðvestan 8-15 á morgun og rigning eða súld með köflum, hvassast suðaustsntil, en léttir smám saman til eystra.
Hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnan heiða í dag en suðaustantil á morgun.
Spá gerð: 21.07.2024 09:27. Gildir til: 23.07.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestan 5-13 m/s, hvassast syðst. Súld eða rigning með köflum, en víða bjartviðri austantil. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt, 3-10 m/s og vætusamt víða á landinu, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á fimmtudag og föstudag:
Hæg breytileg átt með skúrum í flestum landshlutum. Áfram fremur hlýtt í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir milda suðlæga eða breytilega átt með vætu á víð og dreif.
Spá gerð: 21.07.2024 07:48. Gildir til: 28.07.2024 12:00.