Suðvestan og vestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand)
Suðausturland – 25 jún. kl. 01:00 – 16:00
Suðvestan og vestan 15-23 m/s og víða mjög hvassar vindhviður, einkum í Öræfum, yfir 35 m/s. Varhugavert fyrir bifreiðar sem taka á sig mikinn vind. Tjöld og lausamunir geta fokið og er fólk beðið um að sýna varkárni og ganga frá lausum munum.
Austurland að Glettingi – 25 jún. kl. 03:00 – 12:00
Austfirðir – 25 jún. kl. 03:00 – 12:00
Suðvestan stormur eða rok (Gult ástand)
Miðhálendið – 25 jún. kl. 00:00 – 17:00
Veðuryfirlit
Skammt A af Ammassalik er 996 mb lægð sem fer NA, en yfir Bretlandseyjum er víðáttumikil 1028 mb hæð. Langt S í hafi er vaxandi 1011 mb lægðardrag á hraðri leið N.
Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 5-10 og sumsstaðar súld, einkum sunnan- og vestantil en rofar til norðan- og austanlands í nótt. Breytileg átt 5-13 seint á morgun og víða samfelld rigning, en talsverð rigning sunnantil á landinu. Vaxandi suðvestanátt seint annað kvöld. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Suðvestan 8-15 m/s, en vestan hvassviðri og sumsstaðar stormur um austanvert landið fram að hádegi. Rigning og síðar skúrir, en úrkomulítið norðaustntil. Hiti 8 til 14 stig.
Á þriðjudag:
Suðvestan 8-13 og stöku skúrir, en heldur hægari vindur og bjart með köflum norðan- og austanlands. Hiti 8 til 16 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.
Á miðvikudag:
Fremur hæg suðvestan átt og skýjað um vestanvertlandið en bjartviðri austantil. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Hæg suðlæg átt, bjartviðri og hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil en suðaustan 10-15 m/s og rigning vestan- og sunnanlands um kvöldið.
Á föstudag:
Útlit fyrir sunnanátt og rigningu, einkum um landið sunnanvert. Hiti 10 til 15 stig.
Á laugardag:
Hæg vestlæg eða breytilega átt og víða dálítil væta. Hiti breytist lítið.