Miklar þrætur eru um hvar eigi að taka þann afla (kvóta) sem þarf til að uppfylla 48 daga strandveiðar. Auðvitað verður hann tekinn úr hafinu en ekki af neinum.
Þegar notað er dagakerfi til stjórnar fiskveiða er engin þörf á að stýra aflanum líka. Í Færeyjum þar sem notað er dagakerfi er mönnum leyfilegt að veiða það sem þeir vilja hvað varðar bæði tegundir og magn.
Aflinn er skammtaður af Hafró af vanþekkingu þeirra
Ekki má minnast á að auka veiðar en aflinn er skammtaður af Hafró af vanþekkingu þeirra á líffræði og trú þeirra á að það sé hægt að telja fiskana í sjónum og geyma hann til mögru áranna!
Tölur um meðalþyngdir þorskárganga í haustralli Hafró, sem sjá má hér á mynd að neðan, sýna að allir árgangar 7 ára og yngri eru langt undir meðaltali síðustu ára og 5 ára þorskur er 20% léttari en í fyrra.
Þetta þýðir ekkert annað en hungursneyð og rímar vel við aukinn færaafla sl. sumar. Við því er aðeins eitt að gera til að forðast horfelli og það er að veiða meira, miklu meira.
En sennilega munu fákunnendurnir reyna bankabókaraðferðina áfram, þar til, eins og Mangi poki sagði: Þar til einhver kemur, svartur eða hvítur og stöðvar vitleysuna.
Átta mánaða leyfi til strandveiðibáta og 10.000 tonn af þorski að auki – Ufsi ofl. utan kvóta