Uppfært 13. mars 2025:
Svo virðist sem heimildarmaður hafi afhent Fréttatímanum hljóðupptöku úr gömlu myndbandi sem tálbeituhópur tók upp. Hins vegar er ekki ljóst hvort upptakan sé frá sama tálbeituhóp eða öðrum aðilum. Fréttatíminn harmar þessi mistök og biðst innilegrar afsökunar.
Hljóðupptaka sem tengist manndrápsmáli hefur farið í dreifingu á samskiptaforritinu Telegram og vakið mikla athygli. Upptakan hefur borist milli notenda á Telegram.
Heimildarmaður tjáði blaðamanni okkar lauslega frá innihaldi upptökunnar en þykir hún mjög gróf.
Karlmaður fannst alvarlega slasaður í Gufunesi í Reykjavík í gærmorgun og var enn á lífi þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Eftir að hafa verið fluttur á slysadeild lést hann af áverkum sínum.
Vegna rannsóknar málsins hafa átta einstaklingar verið handteknir, en þrír þeirra hafa þegar verið látnir lausir. Rannsóknin beinist að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi.
Upptakan hefur komið mörgum á óvart þar sem slík gögn rata sjaldan í dreifingu á meðan rannsókn stendur yfir. Þeir sem hafa hlustað á hana hafa deilt skoðunum sínum í lokuðum hópi, en áhrif hennar á framvindu málsins er óljós.
Óvíst er hvaðan upptakan er komin eða hver hefur dreift henni. Sumir telja að dreifingin hafi verið tilviljanakennd, en aðrir velta fyrir sér hvort um skipulagða miðlun hafi verið að ræða. Fleiri upplýsingar gætu komið í ljós á næstu dögum en eins og staðan er núna ríkir mikil óvissa um málið.