Samkvæmt ársskýrslu Seðlabankans, sem kynnt var á ársfundi bankans þá kemur þar fram að Ásgeir Jónsson hafi fengið launahækkun upp á tæplega 1,1 milljón á mánuði í fyrra.
Árslaun Ásgeirs Jónssonar hækkuðu þar með um tæpar 13 milljónir á ári, en laun hans jukust úr 30 milljónum árið 2023 í samtals 43 milljónir árið 2024.
Samtals nemur hækkunin 43 prósentum á einu ári. Mánaðarlaun Ásgeirs Jónssonar hækkuðu úr ríflega 2,5 milljónum á mánuði í um 3,6 milljónir á mánuði.
Seðlabankastjóri hefur harðlega mótmælt og varað við hækkun launa þeirra sem allra minnstu launin hafa, vegna þess að slík hækkun gæti ógnað stöðugleika og sé jafnvel verðbólgu hvetjandi.
Seðlabankastjóri hækkar ríflega þrefalt í launum og spókar sig um í sólinni