Fjármálaráðherra, sem hækkar um 141.000 kr. í launum þann 1.júlí, kallar eftir ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar sem samdi um launahækkanir að hámarki 66.000 kr. en að meðaltali um 43.000 kr. fyrir þau lægst launuðu í síðustu kjarasamningum.
Seðlabankastjóri hækkar þrefalt í launum
Seðlabankastjóri, sem hækkar í launum um ríflega þrefalt það sem hann telur of mikið fyrir þau lægst settu, spókar sig um í sólinni á erlendri grundu, eftir harða gagnrýni á pöpulinn fyrir að leyfa sér það sama. Hann kallar eftir aðhaldi á meðan hann ver milljörðum í innanhús breytingar í Seðlabankanum þar sem hvergi er sparað í lúxus.
Árið 2021 skiluðu fyrirtækin, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, sorphirðu, fjármála- og vátryggingastarfsemi, methagnaði eða um 761 milljarði fyrir skatta. Síðustu kjarasamningar á almennnum vinnumarkaði kostuðu innan við tíund af þeim hagnaði.
Bankarnir juku hreinar vaxtatekjur sínar um 27% fyrsta ársfjórðung þessa árs og Seðlabankinn bætir um betur með ríflegri stýrirvaxtahækkun til að tryggja enn frekari tilfærslu fjármagns og eigna frá skuldsettum heimilum í botnlausa hýt fjármálakerfisins.
Já það búa tvær þjóðir í þessu landi. Um það verður ekki deilt.“ – En þessari frétt má deila!
FORMAÐUR V.G. FAGNAR 165.000,- OG TELUR ÞAÐ EÐLILEGA HÆKKUN NÚ
Umræða