Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út vegna slyss í Brúará neðan við Hlauptungufoss síðdegis í dag.
Einstaklingur sem féll í ána er fundinn. Það staðfestir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi við rúv sem birti fyrstu frétt af slysinu. Ekki sé hægt að segja til um líðan hans að svo stöddu.
Mikið viðbragð var á vettvangi vegna slyssins að sögn Garðars. Straumvatnshópar voru kallaðir út, auk þyrlu landhelgisgæslunnar, sjúkrabíla frá HSU og fólks frá Brunavörnum Árnessýslu.
Tilkynning um slysið barst um korter yfir fjögur.
Umræða