Helstu atriði úr dagbók lögreglu frá 17-05. Þegar þetta er ritað gista 7 í fangageymslu lögreglu. Alls eru 131 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili. Listinn er ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1
- Tilkynnt um bifreið með bensínbrúsum og öðrum búnaði, eigandi bifreiðarinnar handtekinn, hann var látin laus að skýrslutöku lokinni. Lögregla rannsaknar málið.
- Tilkynnt um slagsmál við strætóskýli, eitt ungmenni handtekið en síðan látin laus.
- Ökumaður stöðvaður fyrir hávaða í útblásturskerfi bifreiðar, aftur ljós eigi tendruð og stefnumerki ekki gefið og fékk boðun í skoðun. Málið leyst á vettvangi.
- Tilkynnt um grjóti hafi verið kastað í gegnum rúðu í heimahúsi, lögregla fór á vettvang til að rannsaka málið.
Lögreglustöð 2
- Ökumaður stöðvaður fyrir að aka án ökuréttinda, hann framvísaði fölsku ökuskírteini. Einnig kærður fyrir skjalafals.
- Tilkynnt um tvo aðila vinna veggjakrot á hlöðuna við Vífilstaði, lögregla fór á vettvang og aðilar farnir af vettvangi.
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og var sviptur ökuréttindum, með röng skráninganúmer á bifreið og fyrir að varsla fíkniefni, hann var látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
Lögreglustöð 3
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna einnig grunaður um að aka án gildra ökuréttinda. Hann var látin laus að blóðsýnatöku lokinni.
- Tilkynnt um líkamsárás með áhaldi, gerandi fannst og var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins.
Lögreglustöð 4
- Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og olli umferðaóhappi, hann vistaður í fangaklefa vegna rannsókn málsins.
- Tilkynnt um fíkniefna neyslu í ruslageymslu, aðilar farnir þegar lögregla kom.
- Tilkynnt um tvo aðila brjótast inn í bifreið, lögregla fór á vettvang til að rannsaka málið.
- Leigubílstjóri tilkynnti tvo aðila sem greiddu ekki og stungu af, málið rannsakað hjá lögreglu.
Umræða