Brynhildur Ösp Þorsteinsdóttir og ásamt Hilmu Dögg Hávarðardóttur sem misstu börn sín í sjálfsvígum í júlí og september síðastliðnum, gagnrýna að barnavernd hafi ekki gripið inn í mál fjölskyldunnar af meiri festu en raun bar vitni.

Eftir sitjum við Mömmuskít , amman & afinn með stingandi sorg og margar spurningar 💔“
Brynhildur Ösp segist ítrekað hafa grátbeðið um hjálp fyrir sig og dóttur sína. Eitthvert úrræði þar sem hægt hefði verið að styðja betur við stúlkuna, en hún sem foreldri var fær um að gera. Á heimilinu var bæði neysla og ofbeldi og var lögreglan ítrekuð kölluð til, en það virtist ekki duga til að aðhafst væri af einhverri alvöru.
María Lilja, dóttir Brynhildar, var aðeins sautján ára þegar hún lést og hafði glímt við fíknivanda um árabil.
Hún átti alla tíð erfitt uppdráttar í skóla, var með slaka tilfinningastjórn, fékk skapofsaköst og beitti gjarnan miklu ofbeldi. Hún var svo greind á einhverfurófi. Í skólanum var hún tekin út úr hópnum og færð afsíðis en upplifði fyrir vikið mikla höfnunartilfinningu.
Brynhildur steig fram í viðtali í Morgunblaðinu og á mbl.is á laugardag, ásamt Hilmu Dögg Hávarðardóttur sem missti son sinn í sjálfsvígi í byrjun september.
Í viðtalinu lýstu þær því hvernig þeim fannst skólakerfið bregðast börnunum og gagnrýndu meðal annars úrræðaleysi barnaverndar.