Ljósmæðradeilan leyst en ríkisstjórnin getur ekki slappað af
Landsmönnum er létt eftir að samkomulag náðist í ljósmæðradeilunni í gærkvöldi enda ástandið orðið óþolandi. Hitt fer ekki á milli mála að þessi deila mun hafa margvíslegar afleiðingar en það er annað mál.
En jafnframt hafa þeir verkalýðsforingjar, sem í raun eru komnir í forystu verkalýðssamtakanna, og þá er átt við fjórmenningana, upplýst (í RÚV í gærkvöldi)) hvert helzta viðmið þeirra verður í kjarasamningunum, sem framundan eru.
Það viðmið verður sú hækkun, sem Kjararáð ákvað að æðstu embættismenn skyldu fá sumarið 2016.
Þar sem þau félög, sem standa að baki fjórmenningunum hafa meirihluta fulltrúa á ASÍ-þingi í haust má gera ráð fyrir að það viðmið móti þær kjarakröfur, sem ætla verður að þingið samþykki.
Þetta er og í samræmi við það, sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sagt, að kjarabætur til eins hóps hafa áhrif á aðra.
En vandinn er líka sá, sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur öðrum fremur bent á að hækkanir af slíkri stærðargráðu setja efnahagslífið á hvolf.
En nú liggur þessi meginlína í væntanlegri kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar fyrir.
Ríkisstjórnin getur ekki slappað af, þótt ljósmæðradeilan hafi verið leyst.
Hún verður að gera sér grein fyrir hvernig hún ætlar að bregðast við? “ Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. Ritstjóri.
Tengt efni:
https://gamli.frettatiminn.is/2018/07/04/48-rikisforstjorar-fa-launahaekkun-fra-kjararadi/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/07/15/voru-akvardanir-kjararads-teknar-i-tomarumi-katrin/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/04/12/thingmenn-fa-45-haekkun-vinstri-stjornin-lysir-yfir-omoguleika-launahaekkun-ljosmaedra/
https://gamli.frettatiminn.is/2018/03/20/puttinn-framan-launafolk-forstjorar-med-84-102-6-milljonir-ari/