Magnús Þór Hafsteinsson, er alblóðugur eftir bardaga dagsins við þann gula á Vestfjarðamiðum, en Magnús hefur verið að róa á bát sínum frá Patreksfirði
Magnús hefur verið á færum og gert út frá Patreksfirði og gaman er að fylgjast með því þegar að hann setur inn myndefni og texta af aflabrögðum og fleiru. En það hefur verið ágæt veiði fyrir vestan og veðrið hefur verið gott.
Magnús slær á létta strengi í dag, greinilega nýkominn úr aðgerð
,,Eftir að hafa farið hamförum á strandveiðum eftir þorski á Vestfjarðamiðum í dag mætti halda að ég sé nýstiginn úr Örlygsstaðabardaga. Jú, þetta er blóð.“
Umræða