Athygli er vakin á því á vef strandveiðisjómanna að stórútgerðin sem er innan SFS hefur verið að greiða himinhá veiðigjöld fyrir afnotarétt af fiski, bæði á Grænlandi og í öðrum löndum. Á sama tíma var Alþingi Íslendinga haldið í hlekkjum sérhagsmunaafla með Íslandsmeti í málþófi með tilheyrandi tjóni og óhemju kostnaði, vegna mun lægri greiðslu fyrir afnotarétt að auðlind í eigu þjóðarinnar

Guðlaugur Jónasson skrifar um málið á vef strandveiðimanna. ,, Fyrst að ég hef aðeins verið að skoða veiðar við Grænland þá þakka ég fyrir tölvupóstinn frá mr. X um frekari upplýsingar. Þetta er á heimasíðu skattsins á Grænlandi.
Ef ég skil þetta rétt, þá borga menn í veiðileyfagjald 17,90% af aflaverðmæti þorsk í veiðileyfagjald þar. Mér er sagt af frystitogarasjómönnum að þeir séu að fá um 1000kr á kg upp úr sjó. Ef svo er þá er verið að borga um 180kall á kg til Grænlenskra stjórnvalda.
Það er ekkert ósvipað og tilboð Landssamband smábátaeigenda gerði Íslenskum stjórnvöldum 133kr á kg. plús hefðbundið veiðileyfagjald til Íslenskra stjórnvalda. Ef það er eitthvað rangt í þessu endilega leiðréttið það. PS. var einhver þörf hjá stórútgerðinni að dreifa vasaklútum við lagfæringum á veiðileyfagjöldum?“
Strandveiði og ufsa veiði spjallið

