Per Sandberg sjávarútvegsráðherra Noregs (FRP) mun líklega segja af sér seinna í dag, í kjölfar hneykslismáls um Íransferð hans í júlí sumar með norsk írönsku kærustu sinni Bahareh Letnes. Fjallað er um málið á norska ríkismiðlinum NRK og Aftenposten.
Í ljós kom, eftir að Sandberg kom heim úr ferðinni, sem að hann tilkynnti engum um skv. lögum þar um, að sími hans hafði verið „hakkaður“ ytra og bar mörgum sérfræðingum um að svo hefði verið.
Sandberg hafi brotið fjölda öryggisreglna embættis síns og hvorki ráðuneyti hans eða forsætisráðuneytið fengu að vita um ferðina fyrirfram.
Sandberg hefur viðurkennt mistök sín, að hafa tekið símann með til Íran og einnig í vinnuferð til Kína fyrr á árinu. Bahareh Letnes hefur látið að því liggja að ástæða ferðarinnar hafi verið að hún hafi fengið morðhótanir og því hafi þau yfirgefið landið í skyndi en parið ætlar að halda fréttamannafund fljótlega um málið.