Norska matvælaeftirlitið leyfir bæði úldið og rakaskemmt hey
Hestaeigandinn Line Hylander-Andersen í Moss í Noregi flutti inn hey frá Litháen, samtals var um að ræða 12 tonn af heyi. Norska matvælaeftirlitið tók heyið út og stimplaði að það stæðist innflutning. Greidd var tæp milljón fyrir heyið fyrirfram af kaupandanum sem búsettur er í Moss.
Þegar að gámurinn var opnaður, gaus upp mikil ýldufýla og við blasti morkið hvítt hey, rennandi blautt og rakaskemmt, hvítt að lit og augljóst að um ónýta vöru var um að ræða.
Anne Marie Jahr. hjá Matvælaeftirlitinu í Noregi segir að eftirlitið geti ekki skoðað hverja sendingu fyrir sig, þau fari í gegnum alla pappíra og skjöl en ekki sé mannskapur til þess að skoða hvern einasta gám sem að kemur til landsins.
Innflutningsaðilinn að heyinu, sagði að hann hefði öll skjöl stimpluð af Matvælaeftirlitinu og hefði selt heyið í góðri trú um að það væri í lagi.
Hann hefði hinsvegar endurgreitt kaupandanum gáminn þegar að annað kom í ljós. Hann sagðist hafa selt hey frá sama framleiðanda víða um Noreg. Line Hylander-Andersen segist hafa neyðst til þess að kaupa hey vegna ástandsins í Noregi og að um væri að ræða að eiga nóg af heyi fyrir veturinn. Það væri alveg ljóst að þau mundu ekki kaupa meira hey frá Litháen.
,, Núna stefnum við á að kaupa okkar hey frá Íslandi“ Sagði hún að lokum.