,,No comment“ stemmning meirihlutans er auðvitað bara della“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

,,Hér er frétt um þá frumkvæðisathugun sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur hafið að mínu frumkvæði og með stuðningi Andrésar Inga (Andrés Ingi á þingi) og Guðmundar Andra (Guðmundur Andri Thorsson).

Mér finnst jákvæð þróun að meirihlutingmaður taki að sér að leiða eftirlitsrannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Það setur jákvætt fordæmi fyrir þingmenn í meirihluta að hafa virkt aðhald og eftirlit með verklagi sinna ràðherra.

Ríkisstjórn Íslands

Þessi ,,no comment“ stemmning meirihlutans með tilvísan í einhverja hlutleysiskröfu er auðvitað bara della. Það er ekki hlutverk þingmanna að vera hlutlausir og þegja af sér allar spurningar fjölmiðla í því skjóli.

Við erum þingmenn, ekki dómstóll og ekki stjórnsýsla og við eigum og megum hafa skoðanir á álitamálum sem þessum.

Kristján Þór Júlíusson

Frumkvæðisathugun er formleg ákvörðun nefndar um að hefja athugun à álitamàli.

Hún setur einfaldlega formlegan farveg fyrir þá upplýsingaöflun og fundi sem Kolbeinn kvartar yfir að hafi ekki átt sér stað fyrir ákvörðunina.“

 

 

 

 

 

 

 

Hefur þú áhuga á að sjá Fréttatímanum vaxa og dafna áfram sem frjálsan og óháðan? – Með því að styrkja Fréttatímann mánaðarlega eða einu sinni, stuðlar þú að því.