Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri.
Rangar var einstök persóna og einn dáðasti söngvari landsins, hann hlaut fálkaorðuna 2015 og í fyrra komst hann á lista fyrir heiðurslaun listamanna.

Ragnar er fæddur í Reykjavík þann 22. september 1934 og er sonur hjónanna Bjarna Böðvarssonar og Láru Magnúsdóttir sem voru einnig mikið í tónlist.

Ragnar lætur eftir sig eiginkonu, Helle Birthe Bjarnason, og þrjú börn: Bjarna Ómar Ragnarsson, Kristjönu Ragnarsdóttur og Henry Lárus Ragnarsson. Þá lætur hann eftir sig ellefu barnabörn.

Fréttatíminn sendir ættingjum og vinum Ragnars innilegar samúðarkeðjur.