Veðurhorfur á landinu
Suðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari S-lands. Léttskýjað á A-verðu landinu, annars skýjað og dálítil él fram eftir degi. Hiti 0 til 6 stig. Frystir allvíða á NA- og A-landi í kvöld. Suðaustan 3-8 og dálítil rigning eða slydda á morgun, en þurrt NA- og A-lands. Hiti 0 til 6 stig. Vaxandi norðaustanátt og slydda eða snjókoma norðantil á landinu um kvöldið. Spá gerð: 01.03.2021 04:16. Gildir til: 02.03.2021 00:00
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 5-13 m/s, lítilsháttar rigning eða slydda og hiti 0 til 5 stig. Yfirleitt bjartviðri á NA-verðu landinu og vægt frost þar.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt, 3-10 m/s og skýjað, en lítilsháttar væta við S- og V-ströndina. Hiti 0 til 6 stig, svalast á NA-landi.
Á föstudag:
Suðlægar áttir og skýjað, en þurrt að mestu, en yfirleitt léttskýjað á N- og A-landi. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið, en kólnar heldur nyrðra.
Spá gerð: 01.03.2021 07:56. Gildir til: 08.03.2021 12:00.
Hugleiðingar veðurfræðings
Suðvestanátt í dag, víða talsverður strekkingur norðantil á landinu, annars mun hægari. Léttskýjað um landið austanvert, en dálítil él fram eftir degi vestanlands. Hiti 0 til 6 stig.
Fremur hæg suðlæg átt á morgun og dálítil rigning eða slydda, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Snýst i vaxandi norðaustanátt með slyddu eða snjókomu norðan heiða um kvöldið.
Á miðvikudag er útlit fyrir suðaustan kalda með lítilsháttar rigningu eða slyddu áfram sunnan- og vestanlands, en þurrki og vægu frosti á Norðaustur- og Austurlandi.
Discussion about this post