Leiguverð á kvóta er komið vel yfir hálfa milljón krónur í dag, tonnið en var 420.000 krónur tonnið í júlí 2022 – Kvótagreifi sem leigir frá sér kvóta borgar ekki krónu til samfélagsins og getur leigt kvótann (sameign þjóðarinnar) frá sér ár eftir ár í áratugi.
þarf hvorki að greiða VSK né auðlindagjald
Nú hefur hinn frjálsi markaður, þeir sem höndla með leigu á afnotum af eign þjóðarinnar, fiskinn í sjónum komið sér saman um að hið rétta auðlindagjald sér yfir 500.000 krónur fyrir tonn af fiski.
Er þá ekki borðleggjandi að auðlindagjald verði 500.000 krónur fyrir tonnið til þjóðarinnar í staðinn fyrir í kringum 20.000 krónur sem er bara klink í samanburði við það verðmat sem hinn frjálsi markaður hefur komið sér saman um? Þetta gjald er það verð sem kvótaþegar hafa sjálfir sett upp og fengið á frjálsum markaði, eini munurinn er að kvótaleigan fer ekki í þeirra vasa, heldur í ríkissjóð. Til eiganda kvótans en ekki til þeirra sem hafa afnot af honum til eins árs í senn og nýta hann ekki einu sinni sjálfir, heldur braska með auðlind þjóðarinnar sem er hinn rétti og löglegi eigandi og á að fá greiðsluna.
Ég sé fram á gróskumikla innviðauppbyggingu þegar ný ríkisstjórn hefur lögleitt þetta gjald til ríkisins, til þeirra sem eiga skip og báta og sækja um veiðiheimildir hjá ríkinu, í eitt ár í senn. En hér að neðan er fréttin sem ég vitna í:
Getur leigt sama kvóta frá sér ár eftir ár
Hvers vegna er það svo að sá sem er nauðbeygður til að leigja til sín aflaheimild af t.d. kvótagreifa til þess að veiða hér fisk, sé sá sem greiðir auðlindagjald af aflaheimildinni til samfélagsins en ekki sá sem leigir hana frá sér. Leigusalinn (Kvótagreifinn) þarf hvorki að greiða VSK né auðlindagjald vegna tekna sem hann fær fyrir að leigja frá sér aflaheimildir sem er jú sameiginleg auðlind þjóðarinnar sem hann er að þiggja himinháar tekjur af með leiguframsalsgjörningi.
Kvótagreifi sem leigir frá sér aflaheimild borgar ekki krónu til samfélagsins þó hann sé sá sem er í forréttindastöðuni varðandi auðlindanýtingu þjóðarinnar og geti leigt sömu heimild frá sér ár eftir ár.
Maður út í bæ fær hreinar tekjur af sameign þjóðarinnar ár eftir ár
Leigutakin greiðir kvótagreifanum himinháa fjárhæð fyrir að geta veitt aflaheimildina + auðlindagjald til samfélagsins og í flestum tilfellum stendur lítið sem ekkert eftir handa leigutakanum eftir að hafa veitt leigðu heimildina og greitt auðlindagjaldið til þjóðarinnar en leigusalinn (kvótagreifinn) greiðir ekki eina krónu til samfélagsins í gjörningnum.
Hann fær bara hreinar tekjur með þessum hætti ár eftir ár. Er það þess vegna sem þetta heita veiðigjöld….?
Þetta verður að laga…..ásamt svo mörgu mörgu öðru.
Forréttindastaða kvótagreifans er alger og það er kvótagreifinn sem ætti að greiða auðlindargjaldið til þjóðarinnar en ekki sá sem nauðugur þarf að borga greifanum fyrir afnotin af annars sameiginlegri auðlind þjóðarinnar…..
Kv. Formaður smábátafélagsin Hrollaugs á Höfn.
Verr farið með Ísland en Namibíu – Kvótakerfið til Mannréttindadómstólsins