63% landsmanna eru hlynnt breytingum á veiðigjöldum. 22% eru andvígur breytingunum. 75% telja almennt að útgerðarfélög á Íslandi geti greitt miklu eða nokkru hætti veiðigjöld. 30% telja að útgerðarfélögin geti greitt aðeins hærri veiðigjöld en 6% telja þau ekki geta greitt hærri veiðigjöld.
Kjósendur Samfylkingarinnar eru hlynntastir breytingunum, en 95,8% þeirra sem myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Kjósendur hinna ríkisstjórnarflokkanna eru einnig hlynntir breytingunum, eða 86,2% kjósenda Viðreisnar en 62,7 prósent kjósenda Flokks fólksins.
Afstaða kjósenda Sjálfstæðisflokksins sker sig einna helst úr þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar en 16 prósent kjósenda flokksins er hlynntur breytingunum en 65,1 prósent andvígir.
Könnun Maskínu fór fram frá 27.mars til 3.apríl og voru svarendur 981 talsins.
Uppblásnar afskriftir og ofurvextir lækka veiðigjöld um milljarða króna á ári
Samherji greiddi sex til níu sinnum hærri veiðigjöld í Namibíu en á Íslandi