Í vikunni stöðvaði lögreglan bifreið sem var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja og við leit í bifreiðinni fundust um 50 gr. af ætluðu kókaíni. Par sem var á bifreiðinni var handtekið í þágu rannsóknar málsins og viðurkenndi karlmaður á fertugsaldri að vera eigandi efnanna. Parið hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamisferlis. Málið telst að mestu upplýst.
Tvær líkamsárárásir eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir síðustu vikur og er í báðum tilvikum um minniháttar árásir að ræða og minniháttar áverka. Í öðru tilvikinu var um að ræða líkamsárás í heimahúsi en í hinu tilvikinu var um að ræða árás á einu af veitingastöðum bæjarins.
Á undanförnum vikum hafa þrír ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og tveir vegna gruns um ölvun við akstur.
Lögreglan vill minna ökumenn og eigendur ökutækja að tími nagladekkjanna rann út þann 15. apríl sl. og mun lögreglan byrja fljótlega að sekta þá sem enn aka á nagladekkjum. Sekt fyrir hvern negldan hjólbarða er kr. 20.000,- og er því mikið unnið með því að skipta yfir á sumardekkin.
Þann 1. maí sl. breyttust útivistareglur barna þannig að börn 12 ára og yngri mega vera á almannafæri til kl. 22:00 og börn 13 til 16 ára mega vera á almannafæri til miðnættis. Aldursmörk miðast við fæðingarár.
Lögreglan vill minna ökumenn og eigendur ökutækja að tími nagladekkjanna rann út þann 15. apríl sl. og mun lögreglan byrja fljótlega að sekta þá sem enn aka á nagladekkjum. Sekt fyrir hvern negldan hjólbarða er kr. 20.000,- og er því mikið unnið með því að skipta yfir á sumardekkin.
Þann 1. maí sl. breyttust útivistareglur barna þannig að börn 12 ára og yngri mega vera á almannafæri til kl. 22:00 og börn 13 til 16 ára mega vera á almannafæri til miðnættis. Aldursmörk miðast við fæðingarár.
Umræða