Barnsfaðir Eddu Bjarkar Arnardóttur er staddur á Íslandi og leitar að þremur sonum sínum. Úrskurðir Héraðsdóms og Landsréttar, auk dómstóla í Noregi staðfesta að afhenda beri drengina föðurnum.
Edda Björk var handtekin á Íslandi og vistuð í fangelsinu á Hólmsheiði og flutt þaðan í gæsluvarðhaldi í Noregi. Edda bíður þar réttarhalda vegna ákæru fyrir að hafa farið með einkaflugvél til Noregs og numið börnin ólöglega á brott og flutt þau til Íslands. Þar sem þau eru í felum hjá einhverjum aðila sem hefur þá ólöglega í felum. Lögregla hefur auglýst eftir börnunum og áréttað að það sé sakamál samkvæmt hegningarlögum að fela börnin.
„Þetta er ekki forsjármál eins og alltaf er verið að skrifa í blöðin, þetta er afhendingarmál sem varðar afhendingu á börnum sem voru tekin með ólöglegum hætti. Það er ekkert löglegt í þessu. Núna er móðirin í Noregi og að sjálfsögðu á að skila þessum börnum. Punktur,“ segir Leifur Runólfsson, lögmaður í samtali við DV.