Hagstofan hefur gefið út þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung 2024. Samhliða nýjum tölum um þriðja ársfjórðung voru tölur um einkaneyslu ársins 2023 endurskoðaðar
Ljóst er að einkaneysla í varanlegum neysluvörum hefur dregist saman nú í á annað ár, en samdráttur var í kaupum á húsgögnum og heimilisbúnaði, bifreiðum og raftækjum á árinu 2023. Þessi þróun er svo viðvarandi það sem af er ársins 2024.
Samdráttur var einnig í neyslu Íslendinga erlendis á síðasta ári en útgjöldin drógust saman um tæp 2% árið 2023 en hækka nú á þriðja ársfjórðungi eftir samdrátt á öðrum ársfjórðungi.
Umræða